Um Kríukot

Kríukot er vefverslun sem býður upp á umhverfisvænar vörur sem hjálpa til við að draga úr hinum mikla sorp vanda sem blasir við heiminum í dag. Við bjóðum upp á hágæða vörumerki sem við treystum og hafa sannað sig úti í hinum stóra heimi og eru auk þess umhverfisvæn.

Einnota pokar, bæði úr pappír og plasti, eru mikil ógn gagnvart umhverfi okkar. Ekki aðeins vegna þess að einnota poka þarf oft að urða, heldur líka gagnvart auðæfum jarðar, sem þarf til að framleiða, flytja og endurvinna þessa poka. Einnota plastpokar trufla víða vistkerfið þeir stífla rör og niðurföll og finnast í miklum mæli í lífríki sjávarins.

Envirosax kynnir flotta og hagnýta lausn, margnota burðarpoka. Berum virðingu fyrir og hjálpum náttúrunni  með því að draga úr áhrifum plastpoka úrgangs um allan heim. Envirosaxpokar eru tilbúnir að hjálpa þér við það.