Um Envirosax

Envirosax var stofnað af Belinda Coker árið 2004 og á rætur að rekja til Currumbin Valley í Suðaustur Queensland, Ástralíu. Envirosax notar einungis endurnýjanlegar og endurvinnanlegar vörur þar sem við á og vinnur stíft að því að vera eins umhverfisvæn og hægt er. Envirosax er talinn leiðtogi í hönnun á margnota pokum og þá sérstaklega þegar litið er á útlitshönnun. Envirosax pokarnir eru léttir, meðfærilegir og geta enst í allt að 5 ár, sem þýðir að einn poki getur hugsanlega komið í staðinn fyrir 5,000 einnota plastpoka. 

Hversu stórir, smáir, þungir, og hversu sterkir eru Envirosax pokarnir?

Envirosax pokarnir sem við bjóðum upp á koma í tveimur stærðum. Annars vegar 50cm x 42 cm og hinsvegar 45 cm x 42 cm. Báðar stærðir geta haldið allt að 20 kílóum þegar þeir eru í notkun og henta því vel fyrir innkaup. Þegar pokarnir eru ekki í notkun er hægt að rúlla þeim upp svo minna fari fyrir þeim og passa þeir þá mjög vel ofan í veski eða hanskahólf á bílum. Upprúllaðir eru þeir sirka 10 cm x 4.3 cm og vegur ekki nema um 40 grömm.

Hvernig rúlla ég upp Envirosax pokanum mínum?

Besta leiðin til þess að rúlla upp margnota Envirosax pokanum þínum er eftirfarandi.

  1. Brjóttu pokann saman í tvenn eftir langhliðinni.
  2. Brjóttu saman haldföngin niður yfir meginhluta pokans.
  3. Brjóttu nú pokann í þriðjung, yfir toppinn af handföngunum.
  4. Rúllaðu pokanum nú í átt að smellunum eins og svefnpoka.
  5. Smelltu smellunum, et voila!

Er óhætt að nota margnota Envirosax pokann fyrir fersk matvæli sem ekki eru í umbúðum?

Já, Envirosax pokarnir eru fullkomlega öryggir til þess að bera fersk matvæli. 

Hvernig á ég að þvo Envirosax pokann minn?

Eins og með flest, því betur sem þú hugsar um pokann þegar þú þværð hann, því lengur munu þeir endast. Við ráðleggjum þér að handþvo pokann við 20 gráður og hengja hann svo upp til þerris. Þvottaupplýsingar er að finna innan á hverjum poka.

Við mælum ekki með því að þvo pokanna í þvottavél, vegna þess að það brýtur niður PVA húð á pokanum sem gerir það að verkum að hann er vatnsheldur. Þvottavélin mun einnig setja auka álag á saumana í pokanum sem gerir það að verkum að pokinn endist ekki eins lengi.