Plastlaust September '17!

Plastlaus september er átak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Við hvetjum fólk til að taka þátt í Plastlausum september, og vonum að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar.

Kríukot tekur virkan þátt í þessu átaksverkefni með því að bjóða fallega fjölnota poka frá Envirosax á frábæru haust tilboði, einungis 1.190kr!

Envirosax var stofnað af Belinda Coker árið 2004 og á rætur að rekja til Currumbin Valley í Suðaustur Queensland, Ástralíu. Envirosax er talinn leiðtogi í hönnun á margnota pokum og þá sérstaklega þegar litið er á útlitshönnun. Envirosax pokarnir eru léttir, meðfærilegir og geta enst í allt að 5 ár, sem þýðir að einn poki getur hugsanlega komið í staðinn fyrir 5,000 einnota plastpoka. Burðargeta pokanna er allt að 20 kíló og hægt er að handþvo þá á 20 gráðum.