Kríukot.is

Stoppum notkun á einnota plastpokum

Skrifað af Linda María Jónsdóttir þann

Stoppum notkun á einnota plastpokum

Notum margnota burðarpoka Einnota innkaupapokar eru allstaðar allt frá stórmörkuðum til bensínstöðva, þeir eru þar sem við kaupum inn. Einnota pokar voru kynntir í kringum 1970 og áttu að hjálpa neytendum til að gera innkaupin auðveldari. Í Bandaríkjunum notar hver einstaklingur í kringum 6 plastpoka á viku. Við íslendingar erum um 300.000 og væri samsvarandi notkun því um 1,8 milljónir poka í hverri viku. Plast er lengi að brotna niður í náttúrunni. Meðal notkun á hvern plastpoka er um 25 mínútur, en niðurbrot plasts í náttúrunni tekur hundruði ára. Gerum það rétta, hugsum um umhverfið og notum margnota poka!

Lesa meira →

Styttist í opnun Kríukot.is

Skrifað af Linda María Jónsdóttir þann

Núna styttist óðfluga í opnun hjá okkur á nýju vefversluninni www.Kríukot.is. Það er allt að verða tilbúið hjá okkur og stefnum við því á opnun í lok mars 2017. Við erum rosalega spennt að kynna fyrir ykkur nýjar og umhverfisvænar vörur.

Lesa meira →